Á sama tíma og Íslendinar voru að renna á rassinn í Eurovision var keppnisfólk MJÖLNIS að standa sig frábærlega á Gracie Invitational 2010, sterku BJJ og No-Gi móti sem fór fram núna um helgina í London.
Alls tóku 8 keppendur frá Mjölni þátt í mótinu en það voru:
Auður Olga Skúladóttir (fjólubl.),
Axel Kristinsson (blátt),
James Davis (brúnt),
Jóhann Jónsson (hvítt),
Haraldur Gísli Sigfússon (blátt),
Hreiðar Már Hermannsson (hvítt),
Sigurjón Viðar Svavarsson (blátt),
Þráinn Kolbeinsson (blátt).
Auður Skúladóttir skilaði inn gullverðlaunum í No-Gi og silfri í Gi.
Þráinn Kolbeinsson vann gull í sínum þyngdarflokki í Gi án þess að fá á sig stig og síðan hafnaði hann í öðru sæti í opnum flokki.
Axel Kristinsson náði silfri í No-Gi.
Jóhann Jónsson og Sigurjón Vignir Svavarsson tóku brons í GI.
James Davis (þjálfari Mjölnis) náði brons verðlaunum í No-GI
Alls og komu keppendur Mjölnis því heim með tvenn gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Magnaður árangur hjá okkar fólki!
Haraldur Gísli Sigfússon og Hreiðar Már Hermannsson stóðu sig báðir vel þó þeir hafi ekki komið heim með verðlaun að þessu sinni.