Sá sem hengdi Warmachine heitir Yoshiyuki Yoshida, sem var svo seinna rotaður á einstaklega eftirminnilegan hátt af Josh Koscheck, og Anthony Johnson reyndar líka.
Ruglið sem að War Machine var rekinn úr UFC fyrir var A)Að neita bardaga við e-h sem að hann taldi vera of erfiðan andstæðing með of lítið nafn, og B)að halda því fram að dauði Evan Tanner hefði verið sjálfsmorð en ekki slys á myspace-inu sínu.
War Machine er einmitt skínandi dæmi um af hverju svona “instant messaging” samskiptavefir eru ekki góð hugmynd fyrir fólk sem að tala fyrst og hugsar svo! Hann getur sveiflast frá því að hrósa sér yfir að hafa komið sér algerlega út úr húsi í kláminu (“probably going to jail…if they can catch me LOL!”) yfir í að vera alveg á barmi örvæntingar og tala um hvað lífið sé tilgangslaust og hann svo mikið fuckup að hann ætti bara að fara og hengja sig, og svo nokkrum klukkutímum síðar þá kemur twitt frá honum um hvað hann sé að borða góða samloku eða eitthvað álíka fáránlegt.
Ég vil meina að War Machine sé svona Shane McGovan MMA. Alger haugur sem menn búast alltaf við að sé alveg við það að fara að geispa golunni, en einhvernveginn þá reddast þetta alltaf hjá honum ;) Mér líkar ágætlega við vitleysinginn. Væri ekkert gaman ef að alir væru jafn miklir kórdrengir og Gunni, þarf að hafa nokkra kynlega kvisti í MMA líka.