Þetta er ekki bara svona með MMA eða óþekktar íþróttir. Viðtöl við íþróttamenn eru almennt öll eins; alltaf sömu spurningarnar og alltaf sömu svörin. Þetta er örugglega ekkert að fara að breytast.
Maður sér alltaf sömu klisjurnar:
- Erfiður/sterkur andstæðingur
- Ætla bara að gera mitt besta
- Ætlum að fara yfir málin og vinna í því sem þarf að bæta.
- Ætla að koma sterkur til leiks
- Með gott fólk á bakvið mig/okkur
- Frábærir áhorfendur
- Ætla inn í næsta leik/viðureign með hugarfarið að vinna.
- Tökum fyrir einn leik/viðureign í einu
- með stíft æfingaprógram
- hef verið að glíma við meiðsli
o.s.fr
Þessi viðtöl við Gunnar í íslensku mainstream fjölmiðlunum eru líka skrifuð meira fyrir þann meiri hluta lesenda sem hafa aldrei heyrt minnst á Gunnar og kannski ekki MMA og BJJ heldur, og eru til að kynna hann og sportin fyrir lesendum.
Þó að það sé alveg sæmilega stór hópur sem fylgist vel með Gunnari og MMA og finnst þessi viðtöl vera algjör froða, þá eru þessi viðtöl ekki beint miðuð við þann hluta lesandahóps þessara blaða.
Ég er samt alveg sammála að þessi viðtöl verða seint talin til góðrar blaðamennsku eins og svo margt margt annað. Með vandaðari vinnubrögðum ætti ekki að vera mjög erfitt að taka viðtal sem höfðar til beggja hópana (mér fannst t.a.m. Sveppa og Audda takast það sæmilega vel, þegar Gunnar fór í þáttinn til þeirra).