Nú jæja og fyrst þú biður svona fallega…;-)
Ég skal gefa spila eftir þér og fyrst þú elskar sögur (eins og ég…;-); þá færðu þrjár: Eina í 1stu persónu, nr. 2 í annari og þá þriðju í - guess what? - þriðju persónu, en með þessu er ég að vonast til að þú áttir þig í þeim ‘raunveruleika’ sem við Ninjur kljáumst við þrátt fyrir - á stundum - ofvirkt ímyndunarafl og frjálslegan leikaraskap…;-)
Ég vona bara að þú nennir að lesa þetta raus…;-)
Saga nr. 1: Þetta gerðist kringum ’94 eða svo, en þá hafði ég verið að leika mér við æfingar og lestur í einhver ár; Stephen K. Hayes bækur og svoleiðis (ekkert Ashida Kim eða Frank Dux rugl sem betur fer…;-), en ég hafði lítið annað gert en að stunda Kamae (stöður), veltur, hoppiskopp og svo einhver fantabrögð. Semsagt; á algjöru byrjendastigi, en þó upptekinn við að læra hvað ég mest mátti…;-)
Nóg um það, en ég var staddur í Póllandi (sem háseti á flutningaskipi) og var með félaga mínum á einhverskonar partíbrölti; hann vel fullur og ég alveg edrú (sem hafði sitt að segja). Nema hvað; hann þurfti eitthvað að létta á sér blessaður og þrátt fyrir mótmæli mín (fyrirboði???); þá valsar hann - og ég með - inn í dimmilegan garð og losar sig bakvið einn runna þar.
Að því loknu vildi ég að við kæmum okkur hið snarasta á almenningsfæri, en þá gerðust vegir ófærir þar sem nokkrir pörupiltar komu til móts við okkur; og svo enn fleiri aftan frá… Þeir kölluðu á okkur; báðu um sígarettu og svoleiðis (ef ég man rétt), en ég vissi um leið hvað stóð til; fann það bara á mér og kannski ástæðan fyrir því að ég íhuga stöðugt þetta svokallað sjötta skilningarvit (þó svo ég gangi ekki út frá því óhugsað og án hugleiðinga/efasemda).
Ég man ekki nákvæmlega hvað þeir voru margir, en mig minnir að félagi minn hafi staðið fastur á því að þeir hafi verið 7… 6 eða 7, skiptir engu, en um leið og þeir komust í færi við okkur; þá réðust þeir fram með vopnum (hnífum og bareflum) og hótuðu okkur, otuðu vopnunum og umkringdu okkur.
Vinur minn hljóp á brott, en var einfaldlega ófær um það vegna ölvunar og þeir tóku hann snögglega niður. Forsprakkinn réðist að mér með rústhamri (gleymi því seint þar sem ég vann reglulega með svoleiðis tól…;-), en mig minnir að þeir hafi verið tveir með honum. Allavega – og nú reynir á breinið – þá slær hann að mér og ég færist undan og slæ gegn hendinni a lá Ukemi stæl, en það virðist hafa virkað eitthvað því hann stoppaði – rétt aðeins – af og gaf mér séns; sem ég nýtti til þess að grípa feitt búnt af seðlum - sem ég hafði í vasanum – og kastaði ég því að honum (Metsubushi tækni). Við þetta rugluðust þeir eitthvað í ríminu, en ég neytti færis og tók til fótana; stökk yfir runna og krækti í næsta leigubílsstjóra, en frúin sú kallaði samstundis á lögreglu. Vini mínum var bjargað nokkuð snögglega eftir það, en hann fannst rændur og illa leikinn.
Helsti munurinn var sá að hann streittist á móti (talaði um það sjálfur eftir á…), en ég leitaði undankomu. Hann var viku að jafna sig líkamlega, en það var ekki skráma á mér. Hann tapaði veskinu, jakkanum og passanum, en ég tapaði einhverjum þúsundum af pólsku Zloty, sem hefur í þá daga numið kannski 500 kr.
Í lokin: Nú hafa aðrir vitanlega lent í svipuðu – mun líklega verra - og þessi saga mín ekki svo merkileg, en ég held í hana vegna þess að ég notaði það sem ég hafði lært og það svínvirkaði! Ég komst undan óhultur og það er nr. 1 í Ninjutsu.
Saga nr. 2: Þegar Palli vinur fór til Moskvu - í fyrsta skipti – að hitta kærustuna og þau saman inn á eitthvað rússadiskó og voða næs…:-)
Nema hvað; Palli kallinn tekur eftir því að það er einhver gaur er farinn að þukla á dömunni og hann tekur sig til, fer að manninum og biður hann að hætta…
Nú talaði Palli um það að ef hann hefði ekki æft Bujinkan; þá hefði hann farið að þessu samkvæmt sjálfum sér; otað sínum tota og jafnvel ráðist á manngarminn, en sá virtist ekkert vera að taka hann alvarlega. Þess má geta að áður en Palli kom til okkar; þá æfði hann MMA, Kempo, Judo (svartbeltingur þar), Taekwondo, Kung Fu og Wushu, Xanda, etc… Með mikla sparr reynslu og vel reyndur á götunni líka. Algjörlega óhræddur við að slást (ég tók hann nú samt í gegn á fyrstu æfingu haha…:-)
Skilningarvit nr 6 eða bara ‘common sense’; skiptir engu, en Palli fer að kíkja í kringum sig og áttar sig á því að Mr. Killjoy er greinilega mafíósi í góðra vina hóp og var Palli með það á hreinu að ef hann hefði fylgt sínu fyrra eðli; þá hefði hann ekki lifað það af!
Hann breytir um taktík og fer að tala rólega við manninn; sem verður til þess að annar – hærra settur – skiptir sér af og reddar málunum. Gott kvöld Palli!
Bujinkan þjálfun reddaði málunum!
Saga nr. 3: Sem saga í þriðju persónu; þá skyldi einungis taka hana svo og svo trúanlega, en ég man þó að þegar hún var sögð; þá voru nokkrir viðstaddir sem töluðu um að hafa lesið þetta í blöðunum hér í Hollandi. Sel það ekki betur en svo, en sögumaður var víst að æfa með hetjunni hér að neðanverðu og hvernig sem var eða fór; þá er alltaf gott að hugsa út í svonalagað:
May Thai/Thaiboxari vann sem dyravörður í Rotterdam Zuid (suðurhluta Rotterdam) og var víst þekktur sem eitthvað hörkutól.
Svo kemur að því að einhverjir pörupiltar eru að hegða sér illa og hann tekur sig til, lemur þá og kastar þeim öfugum út. Semsagt, hann vann!
Nema hvað; þeir koma – vitanlega – aftur og nokkuð fleiri; ná honum fyrir utan og ráðast að honum, en hann fer hamförum hreinlega og gengur bókstaflega í skrokk á þeim.
Thaiboxarinn sigurglaði var víst svo brjálaður og fylltur adrenalíni að hann fattaði ekki að hann var dauður fyrr en þeir voru flúnir og hann uppgötvaði öll kúlugötin; samkvæmt sögunni þá var hann allavega vel sigtaður greyið…
Hver vann???
Við Ninjur hugsum út í allt svona, en ég er þó ekki að halda því fram að Thaibox sé eitthvað verra en hvað annað. Ég er einfaldlega að leggja Ninpo raunsæi á borðið…;-)
Svo að lokum og innan þess ramma Bujinkan þjálfunar sem kveður svo á að hver þrenning skyldi halda – að minnsta kosti – eitt atriði til auka svo að heildartölunni 4 sé náð…;-)
Þá vil ég vitna hér í myndband sem hinn mikli Sódóma póstaði hér fyrir stuttu: ‘Paul Daley að sparra.’
Það er að vísu búið að fjarlægja myndbandið, en þeir sem sáu gátu líklegast verið sammála Sódómu um stand-up hæfileika og höggþunga þessa manns. Var það bara ég sem tók eftir því að hann snéri alltaf bakinu í andstæðing sinn þegar hann var búinn að ná honum niður…???
…Og hvað með þetta klassíska hér:
[youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=YIe3PSr9NuoEr það bara ég sem sé að þeir elta gaurinn að barsmíðum loknum; hvað gerðist næst?
Við Bujinkan Ninjur pælum mikið í svonalöguðu og forðumst þarafleiðandi að ganga ‘sigurvissir’ út frá því að það standi uppi einn sigurvegara a lá ‘There can be only one!’ í fullu samræmi við þá bíómyndamenningu sem hefur tröllriðið bardagalistamenningu og háttum (nei, ég horfði aldrei á ninjumyndir þegar ég var krakki).
Með svo í huga, tel ég mig geta staðfest - hér og nú - að við erum allra síst ímyndunarveikir þrátt fyrir undarlegar aðferðir…;-)
Kv,
D/N