Margir vilja einmitt meina að það hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í boxinu spili stóra rullu í því að vinsældir boxins eru að dala. Menn virðast gríðarlega áhættufælnir alveg þangað til það kemur að titilbardögum og það er lögð ofuráhersla á að að halda hæfileikaríkum mönnum taplausum þangað til þeir eru komnir á toppinn. Þessvegna eru alltof, alltof margir box bardagar sem eru ekki titil- eða #1 contender bardgar afskaplega einhliða fyrirbæri sem leiðinlegt er að horfa á fyrir alla nema þá sem eru miklir aðdáendur box-tækni sem slíkrar.
Ég fíla það miklu meira að í MMA þá eru menn að taka mjög svo samkeppnishæfa bardaga niður allt cardið, og menn eru ekkert settir út í kuldann þó að þeir séu með nokkur töp á bakinu frá því fyrr á ferlinum. Það er að skila sér t.d í miklu meira áhorfi á upphitunarbardagana í UFC, fólk veit að það getur alveg eins búist við algeru stríði á undercardinu. Í boxinu þá er húsið yfirleitt hálftómt mestallt kvöldið og fólk fer ekki að tínast inn fyrr en kemur að aðal bardaganum.
Tökum sem dæmi síðasta bardaga Árna Ísaks í bretlandi sem að hann tapaði á dómaraúrskurði eftir þrjár hrottalega spennandi lotur. Ég vil meina að í MMA geri svoleiðis bardagar meira fyrir keppendur heldur en 10-15 einhliða sigrar á móti einhverjum pulsum - fólk vill sjá eitthvað spennandi!