Já, mjög skemmtilega mót. Ég var þarna með annan völlinn en gat svo setið hjá konunni og horft á opna flokkinn af áhorfendapöllunum.
Judoköppunum gekk svona upp og ofan. Þeir lentu sumir gegn mjög erfiðum andstæðingum í fyrstu glímu. Orri lenti t.d. gegn Sighvati og Sveinbjörn gegn Bjarna K. ef ég man þetta rétt. Veit ekki um hina. Gummi stóð sig auðvitað frábærlega og tók gull í sínum flokki. Hann keppti að vísu undir merkjum Combat Gym en ekki judofélags. Hvað um það þá eru auðvitað judomenn vanari að keppa í Gi þannig að það var kannski við því að búast að þetta yrði brekka fyrir þá. Orri samt auðvitað búinn að keppa oft og stendur sig alltaf með sóma. Gerði það líka þarna en þar sem þetta var útsláttarkeppni þá datt hann úr keppni eftir tapið gegn Sighvati. Axel stóð sig auðvitað mjög vel líka en hann keppti undir merkjum Mjölnis enda teljum við okkur eiga svolítið í honum líka. Frábær keppnismaður og frábær drengur í alla staði. Það er öllum klúbbum fjársjóður að fá svona menn í sínar raðir.