Ég mundi nú mæla með að taka allavega nokkra tíma áður en þú ferð að sveifla þessu sjálfur, bara svona til að læra grunninn. Grunn æfingarnar eru ekki flóknar en ef þú ætlar að gera eitthvað alvöru þá er ágætt að hafa fengið leiðsögn. Eða þá ef þú hefur ekkert aðgengi að þjálfun að taka leiðbeiningu af góðum (net)þjálfara að alvöru og passa að beita líkamanum rétt.
10 eða 200kg í bekk skiptir litlu ef þú kannt ekki tæknina sem fylgir. Annars mundi ég halda að, ef þú ætlar að taka flóknar æfingar, 16kg væri góð til að byrja með og svo fljótlega fara yfir í 24kg. En 16kg er nóg fyrir flest allt, þú gerir bara erfiðari æfingar þegar hún byrjar að vera of létt.
Ég sjálfur á 24kg bjöllu (er svipaðri þyngdar/stærðargráðu og þú) og ég hef æft þetta í u.þ.b ár og mér finnst hún mátuleg en helst til of þung fyrir flóknari æfingar en mátuleg fyrir einfaldari æfingar.
Þú getur fengið þessar bjöllur á kettlebells.is en þær kosta um 15 þús (16kg) og 20 þús (24kg) stikkið.