Ég æfi kyokushin í Svíþjóð.
Félagið sem ég er í deilir húsnæði með kendófélagi.
Kendófélagið virðist vera á fínu róli, ég skoða stundum heimasíðuna þeirra og það eru alltaf slatti sem fara í gráðun og það eru nokkrir með dan gráður. Það er yfirleitt slatti af fólki á bæði byrjendaæfingum og æfingum fyrir lengra komna (það eru stundum kendóæfingar á undan eða á eftir æfingunum okkar þannig að maður sér þetta).
Þetta er í bæ (Linköping) sem er svipað stór og Reykjavík og mér sýnist vera hérna sæmilega sambærilegt framboð af öðrum bardagalistum og -íþróttum hér.
Þannig að ef það er markaður fyrir kendó hér þá gæti alveg eins verið markaður fyrir það á Reykjavíkursvæðinu.
Það virðist allavega vera slatti sem hefur áhuga á að prófa og það eru yfirleitt alltaf einhverjir sem halda áfram, þó það séu náttúrulega ekki allir.
Ég held að það sé líka oft þannig að þó að fólk sé með ákveðnar hugmyndir og forsendur þegar það byrjar þá heldur það kannski samt áfram á öðrum forsendum en það byrjaði…