Sæll vertu og gaman að þú skulir láta álit þitt í ljós, en vitanlega kemur þetta athæfi okkar - oftar en ekki - undarlega fyrir sjónir. Fordómar eður ei; skiptir engu og vitanlega eru menn líklegast missáttir við að hafa okkur ‘ninjurnar’ innan um sig.
Þó það og margir - að mér skilst - virðast meira en svo ánægðir með okkur í viðbót, en ég yrði nú ekki hissa ef höfuðpaurar Combat Gym hliðruðu okkur til á þann veginn að við færum sem minnst á ská við bardagaíþróttapakkann. Ég býst ekki við öðru og læt þá og Nonna bróður finna bestu lausnina. Svo lengi sem menn hafa gaman af og njóta þess að æfa eitthvað sem þeir hafa áhuga á…;-)
Að öðru leyti - og nokkuð persónulega - þætti mér viðeigandi að hafa okkur í sama geiranum og Yoga, en Grímnismenn hefðu gott af því að valsa aðeins í því og liðka sig til. Spurning hvernig Sigursteinn og Co fara að þessu, þ.e.a.s. ef þeir vilja flagga okkur eitthvað á Combat síðunni; hver veit?
Ég er bara ánægður - og þakklátur - fyrir það að þeir skuli til í að hafa okkur með og nýti hér tækifærið til að þakka kærlega fyrir það.
Kv,
D/N