BJ vs UFC léttviktarmennirnir er mun minna mismatch heldur en BJ vs aðrir léttviktarmenn myndi vera.
Ég datt í Japanska MMA gírinn um daginn og horði á slatta af Dream og K-1 Dynamite 2009, og ég verð bara að segja að ég er ekki að fatta hvaðan þessi stemning að BJ þurfi að fá challengers annars staðar frá kemur.
Ekki það að ég hafi ekki haft gaman að flestum bardögunum, en standardinn í Japan er KLÁRLEGA lægri í dag í léttari þyngdarflokkunum en hann var hlutfallslega séð fyrir svona 4-5 árum síðan. Ég vil meina að ég sé nú búinn að horfa á MMA það lengi að ég sé fær um að átta mig á nokkurveginn á hvaða leveli menn eru.
Sú hugmynd að Aoki sé meira challenge fyrir BJ heldur en Diego Sanchez eða Kenny Florian er að mínu mati algerlega út í hött. BJ er einfaldlega Fedor léttviktardeildarinnar og það mun enginn vinna hann nema hugsanlega dyntirnir í honum sjálfum næstu árin.