Illu heilli hafa nú nýju breytingarnar á reglum í judo gengið í gegn.
Þetta þýðir í stuttu máli bann á öllum brögðum sem fela í sé að keppandi grípi í staði undir belti (lesist fætur) til að sækja beint í bragð. Og þar með mikið af þeim brögðum sem sést hafa í judo gegnum árin. Allt saman neikvæðar breytingar að mínu mati nema að gefa Shido fyrir það sem þeir kalla EXTREME DEFENSIVE POSITION (þegar menn standa í brú hvor gegn öðrum). En nú er sem sagt bein árás á fætur orðin “Action against the spirit of judo”. Fyrirgefið, en þessir menn eru ekki í lagi :(
IFJ (Alþjóða Júdósambandið) telur með öðrum orðum það vera í anda judo að breyta því í íslenska glímu í Gi :(
Þetta er að mínu mati ömurleg ákvörðun hjá IFJ.
