Takk Halli og aðrir.
Það er strembið að vera bæði color commentator og hinn. En ég finn að með hverri útsendingu finn ég taktinn koma betur og betur.
Annars reyni ég að tala mannamál í þessum útsendingum, svo allir skilji. En það er þunn lína á milli þess og að detta í crossface, side-mount - x-guard - íðorða geðveiki.
Og þegar maður er einn, í stúdíóinu, hafandi auðvitað lesið um hvern einasta bardagamann og bardaga, þá er hraðinn einfaldlega svo mikill að einhver vitleysa laumast út úr manni í leiðinni.
Goldberg segir allskonar þvælu, en ég held að það sé ekki af því hann er vitlaust. Joe Rogan hefur líka nánast breytt því hvernig fólk skynjar bardaga með hlutdrægninni í sér. Þó hann sé frábær.
Og ef það er eitthvað hikst, þá stafar það ekki af vanþekkingu á íþróttinni, heldur reynsluleysi í stúdíóinu.Ég eyði circa klukkustund í að lesa um MMA og MMA tengdar fréttir á hverjum degi og hef gert síðan 2003. Hef “æft” líka, bæði bjj, mma og hnefaleika, og ætti að vera slarkfær í allar umræður sem tengjast sportinu.
Og Chael Sonnen var submittaður af Demian Maia og það er enginn skömm. Ástæðan fyrir því hvað ég var impressed, var hvað hann var ógeðslega dýnamískur og flottur gegn Yushin Okami. Og ef hann heldur því áfram, þá gæti hann gert gott mót.
Það er eitt að vera ósammála mér, en ég held að ég hafi ekki beinlínis rangt fyrir mér.
Haldið áfram að horfa, það eru fleiri gestir í vændum og vonandi einhver innlend dagskrárgerð í kringum MMA.
Bætt við 19. desember 2009 - 20:26
p.s Chael Sonnen var ekki submittaður á innan við mínútu.