Jájá, ég veit það að Júdó er austurlensk, svo við þurfum ekkert að vera að ræða það meira.
Það er gaman að spá í hvað er bardagalist og hvað er sjálfsvarnar list. Það virðist sem fólk hafi mismunandi skoðanir á þessum hlutum. Er sjálfgefið að sjálfsvarnarlistir séu bardagalistir og öfugt? Er íþróttin bardagalist, þegar það er barist í henni?
Sennilega er það svo að bardagalistir eru þær íþróttir sem keppt er í, í “full contact”. Þá flokkast allar þær íþróttir með snertingum í “full contact”, bardagalistir.
Hvað er þá sjálfsvarnarlist? Er það íþrótt sem hefur ekki full contact og keppnisform, og byggist bara á vörnum, úthald, liðleika, andlegu jafnvægi og “philosophy”? Getið þig gefið mér dæmi um slíkar íþróttir? Eina dæmið sem ég gæti hugsanlega haft er Tai Chi.
Þannig að íþróttir á borð við Júdó, Glíma, Akido, Jiu Jitsu og fleirri flokkast undir sömu línu og Karate, Taekwondo, Muay Thai, Box osf. Hvað er þá talað um þegar þessar greinar eru skildar að? Hver er munurinn þá í töluðu máli milli þessa íþrótta.
Þið þurfið ekki að lýsa hverri íþrótt fyrir sig, þar sem ég tel mig þekkja ágætlega formin á þessu. Ég er að tala um þetta á formi “aspects”.
Gaman að heyra hvernig þið hafið túlkað þessi orð.
Hvað er þá Martial Art?
Martial Art kom til í austurlöndum þegar bardagi og “philosophy” blandaðist saman út frá kúltur og hugmyndafræði hvers lands. Þetta gerðist þegar Glíman (Gríska-Rómverska glíma) kom til Indlands og austurlanda.
Hvert land hefur svo þróað sína list og mismunandi stíla.
Td. Kung-fu í Kína; Taekwondo og Hapkido í Kóreu; Jiu-Jitsu, Karate, Aikido, Judo og fleirri í Japan; Muay Thai (Tai Box) í Thailandi, osf.
Að lokum til fróðleiks fyrir þá sem ekki vita enn, en þá var Taekwondo viðurkennd Olympísk keppnisíþrótt árið 1994 í parís. Árið 2000 var síðan fyrst keppt í Taekwondo á Olympíuleikum, en íþróttin hefur verið sýningaríþrótt á Olympíuleikunum síðan 1988.
Smá upplýsingar:
http://notendur.centrum.is/~danielr/Judo/Saga/Saga.htmlhttp://www.singongtaichi.com/intro.htmlhttp://www.britishjudo.org.uk/hist.htmlhttp://shootunion.com/his_general_ingles.htmhttp://www.olympic.org/uk/sports/programme/index_uk.asp?SportCode=TK