Hehe, góður punktur. Annars skil ég ekki hvað menn eru að amast út í þennan bardaga. Eru margir sem myndu geta tekið þessa tvo í hringnum? Couture og Coleman eru vissulega komnir yfir léttasta skeiðið en báðir hafa sýnt það og sannað að þeir eiga enn fullt erindi í hringinn/átthyrninginn. Þessir gamalmennabrandarar gagnvart þeim eru svolítið hallærislegir miðað við að þeir hafa báðir farið gegn þeim sumum af þeim bestu undanfarið og staðið sig afar vel. Coleman er búinn að keppa tvo bardaga á árinu. Hann sigraði hinn 32 tveggja ára Stephan Bonnar á Unanimous Decision í júlí, eftir að hafa farið fullar þrjár lotur gegn honum, og þar á undan tapaði hann í lok þriðju lotu gegn 28 ára Mauricio Rua sem sennilega hefði átt að vinna LHW titilinn gegn Lyoto Machida núna um daginn. Það þarf heldur ekki að fara mörgum orðum um Randy Couture. Hann er enn í fantaformi og enn meðal bestu MMA keppenda í heimi. Þó sumir hafi ekki verið sammála þegar dómararnir úrskurðuðu hann sigurvegara gegn Brandon Vera í UFC 105 núna í nóvember þá eru einfaldlega ekki margir sem færu alla leið með Vera. Hvað þá það jafnt að þeir fái sigur, og það Unanimous. Þar á undan, í ágúst, tapar hann á dómaraúrskurði gegn Antonio Rodrigo Nogueira. Þannig að allt tal um að þessi tveir eigi ekki erindi í hringinn er bara barnaleg þvæla og sýnir í besta falli takamarkað vit á íþróttinni. Couture og Coleman eru báðir legend í sportinu og við eigum að vera þakklátir fyrir að þeir skuli enn vilja skemmta okkur, komnir á fimmtugsaldur, og sýna þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið.