ég æfi hjá Arnari Frey uppí fjölni og hann er ekki bara góður í að glíma, hann kann líka að koma því vel frá sér og maður bætir sig verulega á hverri æfingu hjá honum. Hann og Haraldur óli sem er alls ekki þjálfari af verri kantinum heldur fara öðru hvoru uppí Sleipni í Keflavík og taka eina og eina æfingu þar, Helgi er gríðarlega efnilegur í þessu og mjög góður kennari, enda kominn með mikla reynslu af taekwondo, en hann er með 2. dan (vona að ég sé ekki að ljúga hérna, gæti verið 3.) í íþróttinni og er með þeim bestu á landinu í þeirri grein. Mjög góður hópur að æfa þarna og ég mæli eindregið með að þú kíkir á þetta :D