Mig grunar að það sem Dana meinti þegar hann ýjaði að því að Brock gæti hugsanlega aldrei barist aftur var að ef að svona ristilsmein eru of langt gengin og komið drep eða eitthvað svoleiðis í það þá þarf stundum að fjarlægja part af honum. Það getur þýtt að menn þurfa stóma(“colostomy bag”), sem þýðir ekkert meira MMA.
Virðist samt vera að hvað sem að var að Brock í maganum hafi ekki verið eins alvarlegt og haldið var á tímabili, þannig að vonandi sleppur hann við það.
Ég held að við ættum samt að búa okkur undir að sjá mjög svo breittan Brock þegar hann loksins kemur aftur, ef að hann gerir það á annað borð. Einkirningssótt er ömurlegt fyrirbæri og ef hann hefur ekki getað borðað almennilega og er rúmfastur þá er vöðvamassinn ótrúlega fljótur að fara.
Man alltaf hvað ég var hissa þegar ég sá Manfred Höbel keppanda í sterkasti maður heims í sjónvarpinu eftir nokkra mánaða sjúkrahúslegu - tröllið var orðið eins og hver annar venjulegur maður, þvengmjór og veiklulegur.