TKD deildin er sterk uppí þórsheimili, getur kíkt á æfingu á þriðjudögum kl 18:00 eða fimtudögum kl 18:00 eða á föstudögum kl 16:00 (byrjendahópar) og getur prufað og séð hvernig þér líkar.
Judo deildin í KA er gífurlega öflug og þú getur fengið upplýsingar með æfingatíma uppí KA heimili hjá Óda þjálfara. Síðast þegar ég vissi var það kl 18:30 á mán, mið, fim og fös. en ég þori ekki að fara með það, það voru amk tímarnir þegar ég var að æfa með þeim.
Maggi er svo með Karate uppí þórsheimili en það er meira af eldra liði sem er í þeim pakka. Endilega kíktu samt ef þú vilt, hann auglýsir alltaf annað slagið í dagskránni, svo geturu án efa fengið upplýsingar uppí Þórsheimili.
Ingþór er svo með Muay Thai/Kickbox og svo einkatíma í BJJ en Ingþór er líka að þjálfa gólfglímu hjá Judo deildinni. Síðast þegar ég vissi er fullt í tímana hjá honum en ef þú hefur mestann áhuga á Muay Thai og MMA vænum stílum sakar ekki að tala við hann, annars er Judoið alltaf solid bakgrunnur í allt sem þú vilt æfa.
vona að þetta hafi hjálpað, fyrir frekari upplýsingar geturu haft samband í : 27vat@ma.is
og btw, er á Akureyri og æfi TKD