Eftir endurskoðun á framkvæmd mótsins hefur stjórn BJÍ ákveðið eftirfarandi.

Þyngdarflokkar verða eftirfarandi.

-66
-73
-81
-90
-100
+100

Þessum flokkum verður ekki breytt og þeir verða ekki sameinaðir öðrum, nema ef brýn nauðsyn krefur. Viktað verður í Gi á mótsdag. Eftirfarandi þyngdarflokkar eru í Gi.

Kvennaflokkur verður einn opinn þyngdarflokkur.

Aldurstakmark á mótið verður 16 ár og engar undantekningar gefnar. Unglingaflokkum verður frestað fram yfir áramót.

Liðakeppni verður haldin í enda mótsins ef tími gefst. 3 í liði og einn varamaður. Mest 3 lið per félag.

Fyrirkomulagið á mótsdag er þannig að þyngdarflokkar karla verða kláraðir fyrst einsog þeir leggja sig og léttustu flokkarnir byrja fyrst. Eftir karlaflokk verður opinn flokkur kvenna og skráning í opinn flokk karla. Eftir kvennaflokkinn verður opinn flokkur karla. Ef tími gefst í endann verður liðakeppni. Verðlaun verða afhend jafn óðum.

Stjórnin vill brýna fyrir öllum keppendum að vera ekki að skera niður mikla þyngd fyrir þetta mót, heldur glíma í sinni náttúrulegu þyngd. Ef að keppendur eru of þungir fyrir þann þyngdarflokk sem þeir skráðu sig í fá þeir ekki að glíma á mótinu. Þeir verða ekki færðir um flokka eftir því sem hentar þeirri þyngd sem þeir eru í á mótsdag.