Þið gerið mikið gys hérna að manninum sem að mér skilst leggur stund á ninjitsu án þess að stoppa í stund til að íhuga hversu lítill partur af ninjitsu eru slagsmál við andstæðing undir fyrirfram ákveðnum skilyrðum.
Þetta verður að teljast alveg hreint geisilega írónísk staðhæfing þar sem Ninjitsu og annað af því sauðahúsi eru nefnilega EKKERT ANNAÐ en slagsmál undir fyrirfram ákveðnum og MJÖG ströngum skilyrðum, þ.e.a.s “þú gerir þetta, ég geri svona og þá dettur þú niður”.
Hægri krókur eða henging virkar alveg eins inni í gymmi eða einhverstaðar annarstaðar. Hung Gar, Ninjutsu o.s.frv….virkar hvergi.
Og svo þetta komment um að þessar listir geti ekki verið einskins nýtar vegna sögunnar…Asía hefur í gegnum tíðina verið heimavöllur algerlega fráleitra hugmynda um lífið og tilveruna, ekkert bara í bardagalistum.
Upplýsingin, mikilvægasti atburður seinni tíma í heiminum, átti sér stað í Evrópu og er t.t nýtilkomin til Asíu. Allar hugmyndir Kína og Japan um læknavísindi, raunvísindi, skipan himintunglanna, o.s.frv voru meingallaðar og áttu sér litla stoð í raunveruleikanum, sem er einmitt ástæðan fyrir því að þeir tóku snarlega upp vestræn fræði sem byggðust á mun sterkari empírískum grunni þegar þeir áttu þess kost.
Bara þó svo að eitthvað sé gamalt og hafi verið stundað af mörgum er engin trygging fyrir því að eitthvað sé varið í það. Hugmyndafræði evrópskar læknisfræði var algerlega kolröng í meira en 1000 ár, og afleiðingin af því var að læknar að meðaltali drápu fleiri sjúklinga en þeir björguðu. Einungis örfáir áratugir af rökhugsun og empírískum vinnubrögðum og rannsóknum snarbreyttu þessu.
Að mínu mati er álíka hugarfarsbreyting SEM BETUR FER að eiga sér stað í sambandi við bardagalistir í heiminum í dag. Allir eru að bakka frá þessu gamla formi yfir í meira sparring og meiri sport keppni, því það er það sem virkar best allstaðar. Það er engin tilviljun að Kínverjar eru að setja hellings pening í að efla Sanda/San Shou þessi dægrin og draga úr áherslunni á Wu Shu - þeir eru orðnir leiðir á að tapa trekk í trekk gegn öllum sem þeir keppa við, og þá sérstaklega Tælendingum.