Já, bæði Neck Crank og Heel Hook eru bönnuð.
Annars eru hér reglurnar fyrir Open Mat 2009
Stig eru veitt fyrir eftirfarandi
2 stig – Sweep
- Sweep telst einungis heppnast ef sá sem framkvæmir það tekst að ná stjórn á toppstöðu í þrjár sekúndur.
- Sweep er einungis hægt að framkvæma frá Guard eða Half-Guard, að snúa stöðu við undan sidemount eða mount telst ekki sem sweep og gefur ekki stig.
2 stig – Takedown
- Stig eru veitt þegar keppandi sem framkvæmir takedown lendir í topp-guard eða half-guard.
3 stig – Hreint Takedown
- Stig eru veitt þegar keppandi sem framkvæmir takedown lendir í sidemount eða mount.
- Sá sem framkvæmir þarf að ná að ná stjórn á stöðunni í að minnsta kosti þrjár sekúndur til að fá öll þrjú stigin.
3 stig – Guardpass
- Stig eru veitt þegar keppanda tekst að komast fram hjá fótleggjum andstæðings sem liggur í guard-stöðu og ná side-mount eða mount stöðu.
- Þarf að ná stjórn á stöðunni í að minnsta kosti þrjár sekúndir til að öðlast stigin.
4 stig – Mount
- Stig eru veitt þegar keppanda tekst að ná mount stöðu og stjórna í að minnsta kosti þrjár sekúndur.
- Fjögur stig eru ekki veitt ef keppanda tekst að ná mount stöðu beint úr guardpass en þá eru veitt stig fyrir guardpass.
4 stig – Backmount
- Stig eru veitt þegar keppanda tekst að ná báðum krókum inn og stjórna stöðunni í að minnsta kosti þrjár sekúndur.
Advantages - Aukastig
- Advantages eða aukastig eru veitt fyrir lásatilraunir sem heppnast ekki en eru taldar af dómara hafa verið nægilega vel framkvæmdar til þess að hafa haft möguleika á því að enda glímuna.
Dómarar eru þrír, einn vallardómari og tveir stigadómarar.
Ef að vallardómari telur að annar eða báðir keppendur eru að draga glímuna á langinn þá er ein aðvörun veitt áður en stig eru dregin frá. Fyrir aðra aðvörun og þriðju aðvörun eru dregin tvö stig frá.
Ef keppandi fær fjórðu aðvörun þá telst glímunni lokið og sá keppandi sem hefur fengið fjórar aðvaranir hefur þá tapað glímunni.
Dómaraákvarðanir eru endanlegar, óeðlileg afskipti af dómaraákvörðun getur leitt til þess að viðkomandi keppanda verði vísað frá keppni með samþykki allra þriggja dómara, vallardómara og stigadómara.
Glímulengd er átta mínútur og er stigagjöf allan tímann.
Leyfileg brögð
Öll svæfingartök sem fela ekki í sér fatnað
Rear Naked Choke
Anaconda Choke
Brabo Choke
Ezekiel Choke
Front Choke
Guillotine Choke
Triangle Choke
o.fl. ef keppandi er ekki viss um hvort að ákveðið svæfingartak sé leyfilegt skal hann spyrja dómara á kynningarfundi áður en keppni hefst.
Handalásar, axlarlásar og únliðslásar
Armbar
Kimura
Key Lock
Bicep Crush
o.fl. ef keppandi er ekki viss hvort að ákveðin handarlás, axlarlás eða únliðslás sé leyfilegur skal hann spyrja dómara á kynningarfundi áður en keppni hefst.
Allir beinir fótalásar og öklalásar
Kneebar
Achilles
Calf Crush
o.fl. ef keppandi er ekki viss hvort að ákveðin fótalás sé ekki leyfilegur skal hann spyrja dómara á kynningarfundi áður en keppni hefst.
Óleyfileg brögð
Neck cranks
Allir neck cranks eða lásar sem fela í sér að snúa upp á hálslið eða koma hálsinum í óþægilega stöðu til að valda sársauka eru óleyfilegir.
Snúandi fótalásar
Heel Hook
Toe Hold
Allir snúandi fótalásar eru bannaðir.
Að bíta eða pota fingri í opin göt á líkama andstæðings.
Má ekki pota í augu andstæðings.
Má ekki kýla eða sparka í andstæðing.
Má ekki grípa með fingri í munnvik andstæðings og toga.
Má ekki grípa í eyru eða hár.
Það má ekki reyna að brjóta fingur eða tær og ef á að grípa í fingur þá verður að grípa í þrjá fingur í einu á andstæðingi.
Það má ekki klípa, klóra eða kitla andstæðingi.
Það má ekki snerta klof andstæðings vísvitandi.
Það má ekki setja hált efni á líkama eða föt.
Það má ekki grípa í fatnað andstæðings.
Það má ekki slamma úr gólfstöðu.
Útskýrt nánar af dómurum á kynningarfundi áður en keppni hefst.