Já ég verð virkilega svekktur ef við þurfum að sjá Silva-Henderson næst, sé ekki hvernig sá bardagi á að fara öðruvísi en sá síðasti.
Mig langar helst að sjá Silva fara á móti sigurvegara Machida-Shogun og verða fyrsti maðurinn til að vera með titla í 2 UFC þyngdarflokkum. Hann er í rauninni búinn að hreinsa út millivigtina og virðist finna sig mjög vel í léttþungarvikt og leit alls ekki út fyrir að vera neitt mikið minni en Forrest (sem er risavaxinn léttþungarviktarmaður sem gæti auðveldlega barist í þungarvikt)
Svo er alltaf spurning um að GSP fari upp og reyni að berjast við Silva um millivigtartitilinn, þá fengum við bardaga á milli tveggja bestu bardagamanna heims P4P. Held reyndar að GSP ætti ekki séns í þann bardaga, stærðarmunurinn er of mikill.