Ég þurfti ekki nema að hlusta á þetta 2svar og skrifa eftir, auðvitað staðfestir maður það sem maður er að rökræða um.
Þú ættir endilega að íhuga muninn á ‘rökfærslum’ og ‘útskýringum/athugasemdum’ félagi. Hugmyndaflæðið á bak við Ninjutsu er jafn stórtækilegt og það er síbreytilegt, enda hægt að velta sér upp úr því svo árum skiptir án þess að taka einhverjar ‘sérstakar’ ákvarðanir (sem er - jú - leikurinn í hnotskurn…;-). Ef fólk vill leita uppi glopur og villur í slíku; þá er það jafn gagnslaust og það er tímasóun; svona af minni hálfu…;-)
Hugmyndir/heimspeki/hugleiðingar Bujinkan - ásamt sögulegum heimildum. útskýringum og rökfærslum - eru til handa hverjum þeim sem girnist, en það er ekki svo að fólk þurfi að nálgast það á einhvern annan hátt en þann sem þjónar því best.
…Og nú sýnist mér stefna í gott á milli okkar; þó þú sért - vitanlega - jafn harður í horn að taka og þú vilt sýnast vera. Gott mál og höldum áfram:
Þó ég hafi ekki hundsvit á ninjutsu get ég lofað þér því að þaða ninjutsu sem er verið að kenna hér er bara eitthvað knock-off sem einhver gaur er að claima að sé ninjutsu og heimta peninga fyrir það.
Hvernig getur þú lofað því eða - á einn eða annan hátt - talið þig geta fullvissað mig - eða þig sjálfan - um það? Hefurðu kynnt þér málin utan þess að auka á álitið með því að lesa gagnrýni þeirra sem eru þér sammála? Hefurðu komið til Japan og hitt Soke Hatsumi? Veistu eitthvað yfir höfuð???
Nei, félagi; þú getur engu lofað hér…;-)
…En ég skal þó fara yfir 18 greinar ‘Ninja Juhakkei’ með þér (og nú get ég vísað þér hingað fyrst:
http://www.bujinkan.is/Grimnir-Info.htm), en hér má lesa ‘frjálslegar’ útskýringar á þessu. Nema hvað og hvað hef ég æft…:
Seishin teki kyoyo (andleg næmni): Já
Taijutsu (óvopnuð barátta): Já
Ninja ken (ninjasverð): Já
Bojutsu (staftækni): Já
Shurikenjutsu (kastvopn): Já
Yarijutsu (spjóttækni) : Já
Naginatajutsu (atgeirstækni): Já, en ekki nóg…;-)
Kusarigama (keðjusigðarvopn): Já
Kayakujutsu (eldur og sprengiefni): Já, en mjög lítið
Hensojutsu (dulargerfi og eftirhermur): Já
Shinobi iri (launráð og laumuspil): Já
Bajutsu (hestreiðar): Nei
Sui ren (vatnsþjálfun): Já
Bo-ryaku (herkænska): Já
Cho ho (njósnir): Já
Intonjutsu (undankoma og feluleikur): Já
Ten-mon (veðurspá): Já
Chi-mon (náttúru- og umhverfisfræði): Já, en ég þarf að leggja ‘harðar’ að mér hér…;-)
Sumt hvað af ofanverðu æfi ég reglulega og annað minna, þó flest flæði yfir í hvað annað sem fyrirber og margt á bakvið hvern lið sem ekki er auðséð frekar en hvað annað sem að Bujinkan Ninjutsu þjálfun kemur. Svarið við lokaspurningu þinni þyrfti þó útskýringar við og kannski að þú ‘jafnir út’ fordómana eitthvað á því, en svarið væri þá allra helst “já og nei!”
Td. má hugsa sinn gang út frá þeirri hugmynd; að vera, eða vera ‘ekki’ ninja og væri það þá meginmarkmiðið í hnotskurn. Minn kennari hefur kallað mig ‘ninju’ út frá því hvernig ég hegða mér - á æfingum sem og hversdaglega - og læt ég það duga hversu langt sem það nær, en hvort ég sé ‘ninja’ samkvæmt þeim (mis-)skilningi á heitinu sjálfu og/eða hvort ég telji mig ninju í daglegu lífi; þá segi ég ‘nei’, ekkert sérstaklega! Enda er ég listamaður, hvort sem kemur að myndlist, tónlist og/eða bardagalistum. Ágætis þrenning þar…:-)
…En það er gaman að veita þér útskýringar á þessu öllu saman félagi þó tíminn sé verðmætur og nóg að gera hér á bæ. Vonandi íhugarðu málið og - þó svo að ég geri mér ekki vonir um að þú skiptir um skoðun frekar en aðrir sem hafa fest sig í ‘ímynduðum’ ákvörðunum - þá þætti ég ágætur ef þú létir dónaskap og hortugheit útundan í okkar samskiptum héðanífrá.
Kv,
D/N