Ég veit allt um Bushido, og er sammála að það var virkilega góð keppni.
En ég er ósammála að gæðin séu farin að dala hjá UFC. Það geta engir haldið fram nema þeir sem eru svo ástfangnir af gömlu Pride-rómantíkinni að þeir kunna ekki að meta neina sem ekki komu þaðan. Margir af þeim sem að eru í dag að keppa í UFC neðarlega á cardinu eru fullt eins góðir bardagalistamenn eins og allir þeir sem að kepptu í Pride. Þá er ég að tala um svona “midcarders” eins og Rousimar Palhares, Nate Marquart, Ricardo Almeida, Dustin Hazelett, Josh Koscheck, Gabriel Gonzaga, Grey Maynard, Dan Hardy o.s.frv. En allt of margir virðast ekki kunna að meta þá að verðleikum vegna þess að þeir kepptu aldrei í Japan og hafa ekki verið að sigra neina gamlar Pride stórstjörnur. Hvað Bushido varðar þá fílaði ég það show mjög mikið, enda var það á þeim tíma eina keppnin sem að bauð upp á almennilega léttviktarbardaga, sem að er uppáhalds þyngdarflokkurinn minn, en ég myndi setja WEC gaurana(Brown, Faber, Torres, Aldo, o.s.frv) fullum fetum á móti bestu léttu gaurunum í Japan, og WEC er alveg að toppa Bushido hvað varðar hraða og snerpu í bardögunum.
Mér er ekkert illa við Pride, það var virkilega fínt org á meðan það var og hét en mér er illa við alla þessa nostralgíu sem að virðist fylgja henni langt útfyrir gröf og dauða, sérstaklega þar sem þessi nostra´lgía virðist gera það að verkum að allt of margir virkilega góðir bardagamenn eru ekki að fá það respect sem að þeir eiga skilið.