Ég er búinn að spyrja um þetta áður en: Hvar er best að æfa Muay thai eða eitthvað í líkingu við það á Íslandi ? Eða hvað myndi annars nýtast best í mma fight (t.d. UFC) ?
Bætt við 20. júlí 2009 - 18:03 Er að hugsa um að kíkja á Mjölni
Það er í rauninni bara einn staður á landinu sem er með alvöru Muay Thai æfingar. Það er hjá Hnefaleikafélaginu Æsi á höfðabakka, þar er alvöru sænskur þjálfari.
Nei ekkert diss. Það sem Jimmy kennir er í rauninni bara box með roundhouse spörkum í….hann fer ekki í næstum þvi allar Muay Thai tæknirnar og kennir clinchinn i rauninni vitlaust.
Ok, ég er samt ekkert bara að hugsa um Muay thai, bara eitthvað í líkingu við það (mma kickbox, kickbox), þ.e.a.s. ekki karate eða eitthvað svoleiðis (mér finnst það alltof ófrjálst ef þú skilur mig) , bara eitthvað sem nýtist vel í MMA
til að segja þér að þá er einn öflugasti fighterinn í ufc núna með standup game frá karate, nánar tiltekið Shotokan Karate. En hann er náttúrulega búinn að sníða það að MMA. Þannig að karate er greinilega ekki eins slæmt og menn hafa verið að tala um. En engu að síður þá er ekki kennt karate hér á landi sem myndi fitta beint inn í MMA.
Eins og ég beinti þér á áður að þá er kennt standup game fyrir MMA hjá Mjölni. Það er kickbox sem búið er að sníða að MMA.
-En já, Henrik “sænski” kennir mjög solid muay thai. Ég er búin að vera hjá honum í 3 mánuði og er mjög sáttur við hann. Muay thai leggur rosalega miklu áherslu á mikið power í hverju blow, draga fram max power og speed. Þannig ef þú ert að leita eftir mjög powerfull standup martial art þá er muay thai snilld.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..