Námskeið með heimsmeistara
Lærðu af þeim bestu – nokkur sæti laus
Steve Maxwell, svartbeltingur og fyrrum heimsmeistari í BJJ, kemur til landsins um miðjan september og heldur nokkur námskeið með Kettlebells.is
Það er löngu orðið uppselt á ketilbjöllu- og bodyweightréttindanámskeið með kappanum sem haldin verða í Mjölni dagana 17-20. september, en það eru enn nokkur sæti laus á Bodyweightréttindanámskeiðið sem haldið verður í Reykjanesbæ, miðvikudaginn 16. september.
Námskeiðið er fyrir þjálfara og íþróttamenn sem vilja læra af reynslu heimsmeistara og eins fremsta þjálfara í heimi og koma sér í alvöru form. Steve Maxwell fer ekki bara sjálfur í einu og öllu eftir því sem hann predíkar, heldur kemur hann líka heimsmeisturum í sitt besta form fyrir keppnir. Síðast þjálfaði hann son sinn Zak Maxwell sem varð heimsmeistari í fjaðurvigt (brúnt belti) í BJJ í Kaliforníu í byrjun júní og núna er Maxwell að koma heimsmeistaranum Alexandre „Xande“ Ribero í toppform fyrir bardaga í Japan í september næstkomandi.
Ef þú vilt verða meistari, lærðu af heimsklassaþjálfurum.
Nánari upplýsingar: http://www.kettlebells.is//?s=32
kettlebellsiceland@gmail.com