Ekki beinlínis sambærilegt við þá sem eru í þungaviktardeildinni í dag, Lesnar, Mir, Carwin, Velasquez, Dos Santos, Nogueira, Couture, Gonzaga….allt saman mun betri fighters heldur en Timmy og Andrei.
Cain Velasquez á nú eftir að sanna sig gegn einhverjum alvöru númerum, þó hann hafi legið á hinum einhæfa og hrikalega vitlausa Kongo (sem reyndi að glíma við þennan tvöfallda NCAA wrestling meistara) er ekki hægt að segja að hann sé einhver topp fighter. Dos Santos á einn stórann sigur, þar sem hann einfaldlega hitti Werdum (sem Arlovski vann BTW líka) snemma í bardaganum. Aftur, á eftir að sanna sig almennilega. Gonzaga hefur alltaf verið ofmetinn að mínu mati. Carwin, tja hann hefur bara unnið Gonzaga. Nog er útbrunninn og ég ranka Mir ekki eins ofarlega og margir gera bara vegna þessa sigurs. Couture er held ég líka búinn á því.
Get engan vegin verið sammála því að þessir séu mun betri en Arlovski og Sylvia. Sæji þá tvo alveg vinna einhverja af þessum sem þú taldir upp.
Bætt við 16. júní 2009 - 04:56 Annars er þungarviktin í MMA bara yfir höfuð mjög veik. Einn maður sem trónir yfir öllu og meðan hann er ekki í UFC geta þeir ekki kallað sig algjöra yfirburða MMA keppni.