Þar sem ég hef lítinn tíma í sumar til að vera að æfa mig og eitthvað, er að vinna lengi á daginn, er ég að spá í að fá mér kettlebell og djöflast eitthvað með hana. Er einhver sem hefur reynslu af þeim og getur ráðlagt mér aðeins. Fyrst, hvaða þyngd hentar best fyrir allar æfingar, ef ég fengi mér eina. ég var að hugsa um 16 kg, eða á ég að fá mér eitthvað annað. líka hvar er hægt að kaupa kettlebell og hvað kosta þær?
Síðan, er einhver með gott prógramm fyrir þær. ég er aðallega hugsa um styrk og þol í taekwondo og júdó, ef það hjálpar eitthvað.
síðast, kallið þið þær kettlebell bara, eða ketilbjöll eða kúabjöllu, eða bara eitthvað allt annað? hef heyrt það allt.