Eins og mörg ykkar vita heimsótti Árni Torfason blaðaljósmyndari (og fyrrum formaður Félags íslenskra blaðaljósmyndara) Gunna til New York fyrir jólin. Hluti þeirra mynda sem hann tók komu í miðopnugrein um Gunna í Morgunblaðinu á pálmasunnudag (5. apríl). Árni hefur jafnframt sett nokkrar myndir í smá ljósmyndabók sem seld er á söluvefnum blurb.com. Ef einhverjir hafa áhuga þá er hægt að pantað bókina á blurb.com:
http://www.blurb.com/bookstore/detail/654053

Hægt er að ráða því hvort greitt er út frá gengi dollars, punds eða evru. Miðað við stöðuna í dag er sennilega pundið hagstæðast. Bæði hægt að panta í hard cover og soft cover og ráða sendingaaðferðinni. Árni segir mér að hann hafi pantað hjá þeim áður og það sé virkilega fín prentun hjá þeim. Ég ákvað auðvitað að panta mér eintak ;)