Gunnar vann bæði til gull- og bronsverðlauna á New York International Open Jiu-Jitsu Championship 2009 í gærkvöldi. Hann vann gullverðlaunin í sínum flokki og bronsverðlaunin í opnum flokki. Þess má geta að Gunnar var hársbreidd frá því að komast í úrslit í opnum flokki en hann tapaði með minnsta mögulega stigamun í undanúrslitunum (1 advantage) gegn sér miklu þyngri manni.
Bætt við 19. apríl 2009 - 20:44
http://www.dv.is/sport/2009/4/19/enn-sigrar-gunnar/
