Ég myndi segja að Kata sé alltaf stór partur af öllum bardgaíþróttum, þó svo að sparring sé það líka (í raun mjög stór).
Málið er að Kata er useless án sparring, ef þú sparrarð ekki hefurru ekkert skyn á það hvenær á að gera árás, hversu hratt á að gera það og þar fram eftir götunum. Þú lærirð ekkert af þessu með því að fara í gegnum Kata eða form af einhverju tagi. Það þarf að prófa allar hreyfignar gegn hreyfandi andstæðing sem reynir bæði að komast undan höggum þínum og reynir einnig að koma gagnhöggi á þig til að venjast því að nota hreyfingar sem þú lærirð í Kötunum á réttan hátt.
Að sama skapi er fáranlegt að setja 2 keppendur í sparring ef þeir kunna ekki neitt, til þess eru þessar fyrirfram tilbúnu hreyfingar. þar lærirðu allar allar hreyfingar, árásir varnir og fótavinnu sem þú þarf til að geta sparrað, svo er náttúrulega gott að æfa þær hreyfingar utan Kata til að fá meiri tilfinningu fyrir þeim (t.d. kýla/sparka í púða og þvíumlíkt).
Núna eru náttúrulega til íþróttir sem eru ekki beinlínis með neinar fyrirframtilbúnar hreyfingar, eins og Kickbox, muay thai, Judo og fleiri íþróttir, en þó það sé kannski engar svona “official” Kötur þá eru náttúrulega staðlaðar æfingar sem eru gerðar í staðinn til að æfa hreyfingarnar áður en farið er í að sparra, það þjónar í raun sama tilgangi er bara aðeins minna formlegt en í hinum “klassísku” íþróttum.