Ég er algerlega ósámmála því að það að leyfa þeim að nota stera sem það vilja gera á einhvern hátt neyði alla hina til að gera það líka, eða neyði þá eitthvað meira en í dag.
Allir íþróttamenn sem að taka þá ákvörðun að vera clean í dag gera það vitandi vits að meirihluti keppinauta sinna eru það ekki. Þeir vita að þeir gætu hugsanlega náð betri árangri ef þeir myndu ákveða að berast með straumnum og gera eins og allir hinir.
Allir iþróttamenn sem myndu taka þá ákvörðun að vera clean ef sterar væru löglegir væru að gera nákvæmlega það sama. Ekkert myndi breytast.
Stóri munurinn(og ástæðan fyrir því að ég er hlynntur því að svona hlutir séu uppi á borðinu en ekki í felum) er sá að ef sterar væru löglegir, þá gætu þessi þögli meirihluti sem að er að pukrast með þetta í dag hætt að kaupa vafasama stera framleidda í einhverjum skíta verksmiðjum í Mexíkó, af einhverjum misvitrum amatörum í búningsherbergjum, og fengið þessi efni og tekið þau undir stöðugu eftirliti fagmanna -s.s lækna.
Það er tvennt sem menn hafa á móti sterum.
1. Þeir gefa þeim sem nota þá óeðlilegt forskot yfir aðra. Eins og ég minntist á áðan, þá virðist bannið ekki hafa nein áhrif á það. Menn nota þessi efni þrátt fyrir bann, og meta það sem svo að líkurnar á því að verða gripnir séu það litlar að það sé áhættunnar virði. Þessvegna er fælingarmáttur bannsins ENGINN. Þekkið þið einhverja sem eru í þessum pælingum “djö, mig langar svo að taka stera en það er bannað svo ég þori því ekki”…ég efast stórlega um að nokkur íþróttamaður hugsi þannig. Annaðhvort er honum annt um heilsuna og sleppir því, eða hann kýlir á það.
2. Hin rökin gegn löglegri steranotkun er sú að hún hafi neikvæð áhrif á heilsu keppenda. Og það er alveg satt.
En hversu mikið af þeim neikvæðu áhrifum stafa af því að menn eru að kaupa vafasöm efni af vafasömum mönnum, vita kannski lítið sem ekkert um skammtastærðið og þurfa svo í þokkabót að ljúga að læknunum sínum um hvaða lyf þeir eru að taka, nema þeir viti að læknarnir séu tilbúnir að ljúga fyrir þá? Hversu miklu MINNI væru neikvæð áhrif steraneyslu ef menn gætu keypt hrein efni framleidd undir sama eftirliti og samkvæmt sömu reglugerðum og önnur lyf, og sett saman sín prógrömm í samráði við og undir stöðugu eftirliti fagmanna?
Mig grunar að mun færri íþróttamenn myndu verða fyrir barðinu á neikvæðu áhrifunum ef svo væri. Læknarnir myndu koma auga á heilsuvandamál fyrr og geta stoppað menn af ef þeir væru komnir út ó óefni.
Við verðum að horfast í augu við að það nákvæmlega sama á við um stera og öll önnur ólögleg vímuefni - bönnin einfaldlega eru ekki að virka. Þau skila ekki tilætluðum árangri og valda skaða í þokkabót. Það stríðir gegn allri almennri skynsemi, og er að mínu mati beinlínis siðlaust að aflétta því ekki.