Hvernig kraftlyftingar? Hardcore bekk og hnébeygju prógram?
Mér hefur gengið mjög vel að blanda saman kettlebells prógrammi og Ólympískum lyftum(snatch og clean & jerk), með einn dag í viku í eingöngu deadlifts meðfram, en ég tek aldrei bekk eða hnélyftu, aðallega vegna þess að mér finnst þær lyftur leiðinlegar :)
Ef þú ert að stunda statískar lyftur, þá held ég að þú getir alveg notað stöng meðfram eða innvafið með kettlebells, svo fremur sem þú ferð eftir þumalputtareglum Pavels
1. Aldrei fleiri en 5 reps í setti
2. Never go to failure
3. Frekar þyngra og færri heldur en léttari og fleiri….
4. Ef þú ætlar að taka statískar(fáarm hægar og þungar) og dýnamískar(margar, hraðar og léttar) æfingar í sama session, taktu þá þær statískur fyrst á meðan þú ert óþreyttur.
Svona þvert yfir held ég að ólympískar lyftingar séu betri “natural fit” með kettlebells heldur en kraftlyftingar, þar sem þær leggja áherslu á snerpu & styrk saman(sem gagnast betur í BJJ/MMA) og samhæfingu alls líkamans að meira marki en hefðbundnar kraftlyftingar, en það er alveg hægt að melda þetta saman þrátt fyrir það…
P.S ég er ekki einkaþjálfari eða einhver professional, bara mín prívat skoðun og skilningur á þessum kettlebell fræðum.
P.P.S Ef þú kannt ekki ólympísku lyfturnar og æfingarnar sem að eru notaðar til að búa menn undir keppnislyfturnar, þá er hægt að læra þær hér, þó svo að ég mæli með að þú hafir einhvern vanan mann með þér í allavega fyrsta sessioninu:
http://www.owresource.com/