MJá ég veit ekki alveg, ég vill nú ekki taka of stórt til orða, en það er náttúrulega ekki til nein ein íþrótt sem heitir Jeet Kune Do þannig ég tek því alltaf varlega þegar einhver segist kenna það (sérstakelga þar sem margir segjast kenna það úti í heimi bara til að græða pening á Bruce Lee nafninu).
Hann skrifaði náttúrulega bókina “The Tao of Jeet Kune Do” sem ég hef að vísu ekki lagt í að lesa, en er víst bara verið að tala svona um “theory'ið” á bak við jeet kune do, það er ekki hægt að kenna þetta eins og Muay Thai, Karate, Tae Kwon Do eða neina aðra íþrótt því í þeim íþróttum er hefð fyrir því hvernig þær eru kenndar, allir vita hvaða íþróttir þetta eru, en Jeet Kune Do er bara eins og opin bók þannig hver sem er getur sagst vera að kenna það, og það voru náttúrulega ekki nema örfáir sem Bruce Lee kenndi í einhvern tíma og ég veit ekki til þess að neinn af þeim segist vera að kenna Jeet Kune Do. Frægastur af þeim er líklega Dan Inosanto sem er eins og alfræðiorðabók um bardagaíþróttir, hann veit gjörsamlega allt og hefur æft ennþá meira. Hann byrjaði að æfa Brasilískt Jiu Jitsu á eldri árum sínum (held hann sé í kringum 60 núna og hann byrjaði að æfa fyrir svona 6-7 árum) og er kominn með svart belti í því núna undir mjög virtum kennara (tekur venjuleag 10+ ár að ná svarta) þannig hann er bara almennt bardagalista gúru ekki Jeet Kune Do kennari.
Þannig þó að það sé vissulega hægt að einhver sem segist vera að kenna Jeet Kune Do sé að kenna eitthvað sniðugt sem getur virkað vel, þá fæ ÉG alla vega alltaf á tilfinninguna að þegar fólk fer að reyna að kenna sig við Bruce Lee og segja “þetta er það sama og Bruce Lee æfði” þá finnst mér þetta vera orðið full commercial.
EN!! Þegar þetta byrjar þá er endilega að mæta og kíkja í tímanna, það er ekki hægt að dæma bókina af kápunni sama hvaða íþrótt það er, bara mæta í tímanna og sjá.
Btw ég veit að Jimmy sagðist á tímabili vera að kenna Jeet Kune Do en það var aðalega til að sleppa við að vera að segjast vera að kenna Kickbox (af því box var bannað). Þannig það var kallað Jeet Kune Do og í raunninni ekki hægt að segja neitt við því :)