Éttu bara lítið daginn fyrir innvigtun og taktu með þér vikt í sundi og farðu í gufubað. Mættu svo upp þannig að þú sért 73,00 kg.
Framtíðin er annað mál. Hvað ertu gamall? Heldurðu að þú eigir eftir að þyngjast á nátturulegann hátt með tímanum? Ef svo er, væri kannski góð hugmynd að lyfta meira og bæta á sér nokkur kíló til að vera ca 1-2kg fyrir ofan næsta þyngdarflokk og gera svo það sama fyrir keppni (gufubað).
Og hvernig borðarðu núna? Er það þannig að þú borðar minni en þig langar til vegna þess að þig langar að ná 73 kílo flokknum? Þá væri kannski góð hugmynd líka að þyngjast með tímanum fyrir næstu keppni.
Vellíðan skiptir líka miklu máli. Öll þessi ár hef ég alltaf farið á diet og hef þurft að léttast fyrir innvigtun allt upp að 4kg. Það er pain, og hefur neikvæð áhrif á líkamann ef keppnin er sama dagur og innvigtunin.
Ég hætti á tímabili að hugsa um þyngdina og borðaði eins og mér sýndist en passaði mig bara á því að vera í góðu formi. Að ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur fyrir innvigtun er að mínu mati jafn stórt plús og að vera akkúrat nógu léttur fyrir innvigtun. Ég keppti í Norway Cup í kickboxi í -75kg flokknum núna um helgina. Venjulega er ég 78kg, en píndi mig niður í 75 með því að borða og drekka lítið 2 daga fyrir bardaga. Fór síðan í gufubað og tók af restin. Það voru 4 tímar milli innvigtun og bardaga, ég náði að drekka nóg vatn og fá mér gott að borða fyrir bardaga og þannig séð náði að jafna mér, en maður finnur fyrir gríðarlegan mun bæði andlega og líkamlega, og bætir alveg heilmiklu stressi við. Ég rotaði andstæðinginn minn í þriðju lotu, en ég fann að ég þurfti að reyna miklu meira á mig af því að ég hafði farið niður 3 kíló.