Áhugamenn um bardagaíþróttir hafa fylgjast af sívaxandi áhuga með Reyk- víkingnum Gunnari Nelson úr Mjölni, sem hefur unnið stóra sigra í Bretlandi og Bandaríkjunum í vetur.
Þannig var til dæmis skammt stórra högga á milli hjá Gunnari í september er hann vann geysigóðan sigur í NMA á Adrenalínmótiinu í Kaupmannahöfn, þar sem hann sigraði Iron Mascarenhas með rothöggi, og viku síðar gerði hann sér lítið fyrir og tryggði sér breska meistaratitilinn í -80kg flokki á Opna breska meistaramótinu í grappling. Í nóvember leit hann við hér heima og og tók þrenn gullverð- laun eða öll sem voru í boði fyrir hann.
Að því búnu hélt hann til New York þar sem hann býr núna og æfir allt að sex sinnum á dag sex daga vikunnar. Býr í Queens en æfir undir handleiðslu Renzo Gracia á Manhattan. Fljótlega eftir komuna til Bandaríkjanna tók hann þátt í Meistarakeppni Norður-Ameríku í uppgjafaglímu og vann þar bæði gull- og silfurverðlaun.
Stjórnandi á