Af hverju myndu sumir kannski spyrja?

Jú, það er vegna þess að til þess að ná árangri í einni íþrótt er einfaldlega best að æfa einhverja allt aðra íþrótt.

Þetta sést best á því hvernig Mariuz lyftingakall getur svona auðveldlega sigrað alla MMA menn í heiminum í MMA.

Badmintonmenn ættu helst að æfa borðtennis því að þar fá þeir viðbragðshraða sem engir badmintonmenn gætu dílað við. Fótboltamenn ættu að æfa körfubolta því að þá myndu þeir sigra alla með yfirburða boltaleikni sinni. Spretthlauparar ættu að æfa skotfimi því að aukin þekking þeirra á skotvopnum myndi stórauka viðbragðstíma þeirra þegar skotið er af startbyssunni.

Í raun eru stærstu mistök sem nokkur íþróttamaður getur gert að æfa þá íþrótt sem hann vill ná árangri í. Sjálfur er ég að spá í að skrá mig á Íslandsmeistaramótið í sundi. Ég veit ekki alveg af hverju…en ég hlýt einfaldlega að hafa gífurlegt forskot yfir alla lúðana þar sem hafa bara verið að synda allan daginn síðustu ár.