200.000 væri mjög góð frammistaða ef rekstrarkostnaðurinn þeirra væri í einhverjum takti við það sem gengur og gerist í UFC.
En þegar launakostnaðurinn fyrir keppendur er 3-4 milljónir dolara, þá er 200.000 buys alls ekki nóg.
C.a helmingurinn af PPV peningunum fer til fyrirtækjanna sem eiga og reka kapalkerfin(Comcast, DirectTV o.fl), og restin, ásamt miðasölu og styrktaraðilum þarf að dekka allan rekstrarkostnað, launakostnað, afborganir af lánum, og skila einhverjum hagnaði.
Án þess að vita nákvæmlega hvernig þessir kostnaðarliðir deilast niður, þá er ég samt tilbúinn að staðhæfa með 95% vissu að Affliction tapaði STÓRUM fjárhæðum á Day of Reckoning.
Á meðan hefur UFC slegið sín eigin met í tvígang, Penn/GSP fór í 1.3 milljónir buys skv. Dave Meltzer, og Lesnar Couture og Ultimate 2008 náðu bæði að brjóta 1 milljóna múrinn. Launakostnaðurinn á öllum þessum showum var ekki nema brot af launakostnaðinum við Day of Reckoning.
Þegar þú getur fengið mann á borð við GSP fyrir 400.000 dollara, þá er ALGERT RUGL að vera að borga Andrei Arlovski 1.5 milljónir. Ekki það að hann eigi peningana ekki “skilda”, ég er alltaf ánægður þegar fighterar þéna vel, en þegar þú ert að meta hversu vel fyrirtæki er rekið, þá er algerlega glórulaust að hrósa mönnum fyrir að borga langt yfir markaðsverði fyrir þjónustu sem þeir gætu vel fengið fyrir mun minna.
Að selja 200.000 PPV er ágætis árangur sem slíkur, en þegar þú ætlar að borga margfalt hærri laun en keppinauturinn, þá verður þú líka að standa þig margfalt betur.
Ég er algerlega viss um að áður en árið 2009 er á enda verður Affliction MMA liðið undir lok.