Hér eru hugleiðingar mínar um UFC 93.
Mark Coleman. Gaurinn er 63 ára gamall og hann er enn að berjast. Ok ok hann er ekki það gamall, en þetta var svoldið skrýtið hann var með líkamama 30 ára karlmanns(á sterum) en andlit 50 ára manns. Coleman er svo gamall að hann gæti verið afi Hua.
Ég verð að viðurkenna að ég var aldrei Coleman fan, mér fannst alltaf stílinn hans leiðinlegur(ground£) en eftir að ég sá fyrsta bardagann hans við Hua og þá sérstaklega eftirköstin og þá sér-sértaklega hvernig postfight responsið hans var þá fór ég að fíla hann.
Og það er líka ákveðin sjarmi yfir því að vera 45 ára gamall þungavigtar maður að cutta sig niður í 205 til að takast á við fyrrverandi top, númer eitt mann í 205. Hvernig getur maður ekki haldið með þannig underdog.
Mark leit út fyrir að vera yngri en þegar hann barðist við Fedor í annað skipitið(magnað hvað HGH geta gert fyrir gamla menn)
Í walkin-inu var Phil Baroni mega æstur hoppandi og skoppandi þ.a. maður hefði haldið að hann væri að fara að berjast.
Þvílíkt snilld var það þegar Coleman ætlaði að berjast við “Stitch” Duran cut-manninn sinn áður en hann steig inní hringinnn eftir að Coleman var næstum dottinn aftur fyrir sig og Stitch greip hann.
1. lota
Ég ætlaði að segja að Hua myndi ná að kneebara Mark þarna í fyrst lotu, nákvæmlega sama og hann náði á Kvein Randellman “Skrímslinu” um árið.
Það var samt hálf sorglegt að sjá Coleman á bakinu með Rua ofan á sér, mér finnst að það eigi að vera regla sem segir að Coleman má bara vera ofan á einhverjum en enginn má vera ofan á Coleman.
Coleman, hetja eftir þessa fyrstu lotu þó að hann hafi litið út einsog vofa af afturgöngu. En hey það er svona almennt útlit á honum eftir að hann hefur fengið fyrstu tvö höggin í andlitið.
Þetta er maður sem kann bara eitt og það er að wrestla og að vera 44 ára gamall og hafa verið í þessum bransa síðan ég var svona krakki er hann ennþá hættulegur.
Þetta var snilldar önnur lota, Rua kýldi hann og kýldi hann beint í smettið og eina sem Colman gerði var að hrista hausinn og taka Rua niður.
2. lota
Það sem Coleman og team hammerhouse hefur alltaf vantað er alvöru jujitsu þjálfara, þessir menn virðast ekki geta varðist basic submission attempts..
3. lota
En þriðja lotann var snilld, Colamn gekk í gegnum öll högginn sem Rua hafði(sem voru ekki mörg) og tók hann niður einsog að Hua væri amatör.
-Andsk… sjálfur, 10-20sek í viðbót og Coleman hefði unnið. Æji það hefði verið gaman að sjá gamla kallinn taka strákinn.
Það er samt frekar slappt að Rua náði ekki að klára Coleman fyrr, það voru bara 30sek eftir af bardaganum. Ef þetta hafði farið fyrir dómararna þá hefði Colman örugglega unnið á decision(kannski).
Goðsögnin um Shogun Hua er officially DAUÐ. Það eina sem Hua virðist hafa verið frábær í var; soccer kick, foot stomps og knees on the ground sem er því miður akkúrat það sem er bannað í UFC.
P.s. Mér langar að sjá Coleman vs. Couture í elli-smella deildinni(nei Couture myndi taka hann á þolinu)