Sæll sjálfur Daníel,
Nú sýnum við hér fordæmi…;-)
…Og gaman að þessu, en þú ættir að vita - ekki ósvipað öðrum sem þekkja eitthvað til mín - að það er erfitt að fara illa með Nekron, hvort sem í rituðu máli eða á æfingum. Ekki frá tekið það sem gefið er, þar á meðal stolt og egó…;-)
…Og áður en lengra er haldið; þá má jafnvel geta þess hversu BBT (ef ástundað réttilega) gengur einmitt út á það að rétta sig af með því að nema/meta það sem er á seyði - hér td. Aliveness aðferðir/hugmyndir SBG - og vaxa samfara tíð og tíma heldur en að deyja í formfestu.
Tökum hér fyrst smá hliðarskref og íhugum eftirfarandi útfrá sjónarmiði Ninpo:
Kata: Í Bujinkan er allt sem - á einn eða annan hátt - telst tilbúið kallað ‘form’. Eitt gildir um allt hér; þó einnig sé talið á ‘Banpen Fugyo’ (10.000 changes no surprise) og að engar tvær kötur séu eins. Skiptir okkur engu þó tekið sé í Kumiuchi/Kumite/Clinch?!? etc… Allt er telst undirbúið eða samkvæmt sniði er form!!!
Randori: Formleysi er víkur að því að hér sé barist án undirbúnings og reglna annarra en þeirra sem víkja að öryggi hvers og eins (munurinn á æfingu og alvöru að ég tel…;-)
Blómaburðurinn. Þó mér leiðist austræn lótusblómaspeki (Ashida Kim drap hana!!!); þá er hér ein áhugaverð sem allir ættu að kannast við, en ég þræli þessu úr Systema speki með listrænu ívafi:
Að nema og æfa bardagatækni er ekki ósvipað því að teikna og mála blóm. Þú getur farið margar mismunandi leiðir, leirað og skúlptað, ljósmyndað og málað samkvæmt raunsæju sniði eða jafnvel nálgast óséðar hliðar blómsins gegnum abstrakt íhugun myndefnis. Hvernig sem að er farið og þegar öllu er á botninn hvolft; þá dagarðu uppi með eftirmynd (afbökun á stundum…;-) af blóminu og þekkir það vel, út og suður á marga mismunandi vegu, en þú hefur ekki smíðað nýtt blóm og munt aldrei geta skipt á þessu tvennu. Blóm og eftirmynd er ekki hið sama þó myndefnið dragi það nær…Nú tel ég okkur - í princip - sammála um flest þó við aðhyllumst hugmyndir/aðferðir á mismunandi vegu, en ég mun notast við eftirfarandi til að mynda brú - fylla í skorður - frekar en að víkka gapið:
1: Það passar félagi að það er erfitt að kenna eitthvað eitt sem virkar; þá sérstaklega þegar vopn og margmenni er tekið til hliðsjónar, enda falla grímur þegar maður sér sumt og sitthvað sem kennt er í vestræna Bujinkan varðandi höndlun og afvopnunaraðferðir. Allt voða flott og allir leika sitt hlutverk án frekari spurninga/hugsunar…
…En það væri líka þessvegna sem við aðhyllumst Randori æfingar við mismunandi aðstæður, ekki til þess að breyta okkur í óðar drápsmaskínur og/eða æfa einhverskonar fantabrögð sem virka einungis við tilbúnar aðstæður; þá öllu heldur til að virkja skilningarvitin og gerast ívið næmari fyrir umhverfi og hvoröðrum frekar en að einblína á það sem liggur fyrir og gerast blindaðir með hörku og mótspyrnu (úff, hver getur lesið þetta án þess að draga andann…;-)
2: Nú get ég ímyndað mér hvaðan neikvætt viðmót Hr. Tanswells gangvart hnífum kemur. Stunginn 7 sinnum!!!
…En það sést þó á færi að hann hefur stundað hnífinn og ég get ekki ímyndað mér að Stab kerfið hefði komið til á annan hátt. Semsagt, þið njótið hans kunnáttu en skiljið ekki hvaðan hún kemur…???
Fyrir mér persónulega; þá aðhyllist ég hnífinn útfrá raunsæju sjónarmiði sem og huglægu:
R: Ef hníf er brugðið og ég ‘slysast’ til að afvopna andstæðing; þá vil ég ekki tapa hnappinum vegna vankunnáttu og klúðurs þarafleiðandi. Td. Hugsaðu þér hæfileikaríkan boxara sem fyrirlítur vopn; hvernig sigrarðu hann??? Nú, þú réttir honum vopn…;-)
H: Persónulega; þá aðhyllist ég öll vopn og vil nálgast eiginleika Ninjutsu með því að höndla sem flest, hvortsem hnífa, byssur, boga, spjót eða annað… Og verð þægari fyrir vikið þar sem máttur þekkingar veldur opinberun eigin vanmáttar, svona ásamt öðru…;-)
3: Ég hafði einmitt íhugað Stab innan ramma sjálfheldu og við þann leik er síst skyldi; þ.e.a.s. maður jafnvel orðinn sár og lítið annað hægt en að taka það sem gefst…
…Og hver er að segja að dæmið stoppi þar. Nú get ég svosem ímyndað mér eftirfarandi:
OK, hann er með hníf; þú grípur í hendi og færir hana nær, heldur þér á hreyfingu og leitast við að valda skaða með öllum tiltækum ráðum svo þú getir sloppið lifandi við fyrsta tækifæri.Ekkert að þessu og bara hið besta mál ef fólki er kennt að halda lífi og komast undan, en mér finnst þó mörgu ávant til bóta Stab hér án þess - endilega - að flækja dæmið með flóknum aðferðum og hugarórum.
…Og úlnliðslásarnir…:-) Tja, ég get ekki sagt annað en að ég hef litla sem enga reynslu utan sparring hvað svoleiðis brögð telur. Þó, þá og það; nóg til þess að aðhyllast síbreytilegar aðferðir meðfærni heldur en að horfa einungis á það sem virkar, en hver er að segja að ég þurfi þess persónulega þar sem ég er ekki við þesslags störf sem kveða á 100% nauðsynlega vitneskju hér.
Svona í lokin og þar sem við erum komnir á rás í skugga ofanverðs…;-)
Tvö dæmi um meðvirkni!!!a): Þú fylgir þaulæfðu formi og veitir andstæðing nákvæmlega þær árásir sem hann býst við. Að því loknu fylgirðu forminu og lætur granda þér samkvæmt sniði án þess að hugsa næsta leik eða ‘hversvegna’ þú tapaðir…
b): Þú fylgir leiðbeiningum forms og veitir anstæðing rósamar árásir með því hugarfari að þær hitti heim og hvernig koma megi þeim að án þess að gefa nokkuð í ljós (æfð árásargirni). Að því loknu gefurðu þig og gerist næmur á umhverfi frekar en að þráast með eða á móti andstæðing. Þegar þér er ‘grandað’; þá leitastu við að skilja ‘hvers vegna’ og ‘hvenær’ ásamt því að mynda öryggi gegnum algjöra uppgjöf, ekki ósvipað því að vera hreinlega dauður og með því mynda opinn hug gagnvart undankomuleiðum þá er - ef?!? - þær gefast.
Allt innan ramma ófullkomlegheita, en það væri regla nr. 1, 2 og 3 hjá okkur; eins og þú segir sjálfur:
Ég er samt nokkuð viss um að ég geti ekki kennt neina ákveðna aðferð til að eiga við slíkt því slagsmál eru í eðli sínu svo óútreiknanleg, hvað þá milli eins einstaklings á móti mörgum, þú hefur bara svo mörg augu og hendur og svo framvegis.
Einmitt og hver getur sagt að eitthvað eitt ‘virki’ við slíkar aðstæður sem reynast ætíð ófyrirsjáanlegar að einhverju leyti???
…Og vertu - endilega - áfram eins krítískur og þú getur verið félagi. Öðruvísi lærir maður ekki og þetta ninjuvesen - þó það henti mér fullkomlega - ekki svo og aldrei svo fullkomið að það skuli ekki taka ‘nauðsynlegum’ breytingum sér til bata.
Kv,
D/N