Milli jóla og nýárs fer fram í fyrsta sinn Jólaneðanjarðarmót Deathblow í “óhefluðum áflogum” (ÓÁ). Keppt verður upp á líf og dauða og um glæsileg peningaverðlaun að upphæð tólfhundruð og sjö krónur.
Keppendur keppa munu rúlla sér upp úr blöndu af tonnataki, nöglum og jarðsprengjum áður en þeir fara í hringinn og mun sá sem lifir af þrjá bardaga í röð og sigrar mótið hljóta verðlaunin glæsilegu auk titilsins “Óheflaði áflogameistarinn 2008”. Aldurstakmark er sjö ár og verða keppendur undir 12 ára skyldugir til að keppa með góm til að gæta fyllsta öryggis.
Mótið er svo leynilegt að enginn nema ég mun nokkurn tíma fá að vita hvar það er haldið né hver úrslitin verða.
Gleðileg jól.