Frekar vandræðalegt sérstaklega í ljósi þráðsins frá tunk þar sem hann segir basically að það sé ekkert MMA og enginn undir lögaldri.
Það er auðvitað alveg fáranlegt að vrea með einhver underground mót þar sem er verið að hleypa ólögráða einstaklingum í þetta. Íþróttin á langt í að verða samþykkt af mörgum hér á landi og svona trikk gera lítið til að hjálpa sportinu. Það er örugglega mikill áhugi samt hjá yngri krökkum að keppa og mér finnst um að gera að ýta undir það. Það mætti athuga að taka upp reglur eins og t.d. pankration reglurnar frá Kaliforníu, þar sem eru haldin unglinga og barnamót í “MMA”. þar má nota kýlingar og spörk í kropp, en engin höfuðhögg (svo auðvitað takedowns og submissions). Tveir hringdómarar til að gæta öryggis og að sjálfsögðu læknir á svæðinu. Það er kannski ekki það sniðgasta fyrir PR að gera þetta, en þetta eru alveg vel testaðar reglur í kaliforníu og hafa gengið vel fyrir sig (það er meirað segja lögreglumðaur sem stendur fyrir mótinu, þannig þetta er ekki eitthvað thug life tapout lið). Hérna er t.d. einn bardagi frá seinasta móti hjá þeim:
http://www.youtube.com/watch?v=xN8rgsqMShs(Létt plögg, þessi Bobby Morales verður fáranlegur eftir nokkur ár, er búinn að æfa wrestling siðan hann var 6, og svo muay thai/BJJ seinustu 4 árin, nýorðin 16).
Annars finnst mér ekki alveg rétt að vera að setja út á frammistöðu þeirra sem kepptu, þetta er jú oft bara fólk sem hefur brennandi áhuga á sportinu og er kannski ekki sérstaklega sjóað í þessu. Vandamálið er jú ekki að þeir vilja keppa, heldur að umgjörðin sem Jimmy býður upp á er ekki góð, þannig það er svolítið að vera að ráðast á kolvitlaust fólk að setja eitthvað út á frammistöðu keppenda, finnst mér allavega.