Tek undir það sem Hr. Noproblem segir hér að ofan; ekki nóg með að þú getir skaddað hnúa og liðamót, heldur aukast líkur á ‘arthritis’ (liðagigt?!?) og öðru óskemmtilegu. Einnig verður - líklega - tekið verr á þér ef þú lendir í illindum og laganna verðir sjá örum skreytta hnefana…;-)
Hinsvegar eru armbeygjurnar ekki svo slæmar og aðrir möguleikar fyrir hendi (ha ha), svosem:
1. Armbeygjur á malbiki, möl og öðru sem veldur vægum sársauka. Mundu bara að halda úlnliðum réttum…
2. Leggja hnefa að veggjum og/eða trjám (trén eru best) og þrýsta að. Notaðu mjaðmir og fótleggi til að auka aðfarirnar.
3: Spiderclimb armbeygjur: Gerðu þetta á viðargólfi til að byrja með, svo jafnvel utandyra á hellum, gangstéttum, möl og/eða malbiki. Einfaldlega armbeygjur á hnúum; nema hvað þú skríður áfram og heldur þér sem lægstum (haltu afturenda sem næst jörðu). Svo má einnig setja inn smá stökk og annað skemmtilegt…
NB: Forðastu of mikla hörku og/eða sársauka. Tilgangslaust að vera að skemma á sér hendurnar, en ofanverðar æfingar byggja helst á að æfa og vernda úlnliði; sem ég tel mikilvægara en herta hnefa ef þú vilt geta slegið eitthvað frá þér…;-)
Gangi þér vel!!!
Kv,
D/N