Einhverjir smáaurar. Menn eru oft að fá kannski 100-200 dollara í þessum litlu keppnum, jafnvel ekkert.
Það er enginn peningur í MMA nema þú verðir virkilega þekkt nafn sem laðar fólk að. Jafnvel sumir sem eru að keppa í UFC eru að fá skít og kanil. 2000 dollara fyrir að mæta og 2000 í viðbót ef þeir vinna, svo er tekinn skattur af þessu. Menn eru kannski að æfa full time í marga mánuði fyrir þetta. Það er meiri peningur í því að vinna á McDonalds. Þessi laun eru náttúrulega til skammar.
og stóru nöfnin eru að fá hvað 200.000 - 1.000.000$ á meðan stóru nöfnin í boxinu fara í tugi milljóna :( en mma er að vaxa gríðarlega hratt svo þetta er vonandi allt að breytast
Laun fyrir MMA pro bardaga eru mjög misjöfn eins og bent hefur verið á, en hafa þó farið hækkandi undanfarin ár. Hvað gerist núna í efnahagskreppunni sem ríður yfir heiminn veit maður ekki. Kannski hefur það áhrif á þetta, kannski ekki.
Gunnar hefur fengið greitt fyrir alla sína bardaga. Það hefur í öllum tilfellum verið talsvert undir 100.000 dollurum og talsvert yfir 200 dollurum ;) svona fyrst þessar tölur voru nefndar hér að ofan. Laun hans hafa farið hækkandi en ég mun ekki upplýsa þau enda eru þau í flestum tilfellum trúnaðarmál. Það er þó ljóst að hann fékk a.m.k. 3000 danskar fyrir bardagann í Köben í haust, því það sést á videoinu :)
Það má í rauninni segja að það sé sorglegt hvað bardagalistir yfir höfuð fá litla athygli og lítinn stuðning. Þormóður Jónsson hefur til dæmis þurft að draga sig í hlé frá fullri atvinnumennsku í júdó sökum peningaleysis. Hann talaði um að fótboltagaurar á Íslandi hafi það betra en hann. Bjarni Skúlason hefur eytt mörgum milljónum í að fjárnmagna keppni og æfingar sínar í júdó. Styrkirnir sem hann fékk á sínum tíma voru engan veginn nægjanlegir. Þeir sem þekkja til Bjarna vita að hann var efni í ólympíumedallíu en hann þurfti einnig að draga sig í hlé sökum fjárskorts. Margir af þeim júdómönnum sem eru að keppa á ólympíuleikunum hafa verið styrktir af fjölskyldum sínum og hafa flestir hreint út sagt ekkert allt of gott. Þetta er nánast eins og að vinna í sjálfboðavinnu. En svo eru auðvitað til margir júdómenn frá Kákasus ríkjunum, Rússlandi og fleiri löndum sem eru sérstaklega styrktir til að æfa og keppa í júdó. Bara vonandi að bardagalistir fái meiri athygli og fjárhagslega styrki þannig hægt sé að skapa framúrskarandi íþróttamenn á þessum sviðum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..