Fékk það staðfest í dag að nátthrafnar geta skellt sér á djammið á Bjarna Fel á laugardagsnótt(eða frekar sunnudagsmorgun) og fylgst með UFC 91 í beinni í fyrsta skipti á íslandi. Setanta Sports sýnir þetta, þannig að það er pottþétt að þetta verður, en ég hef ekkert séð frá Stöð 2 Sport um að þeir ætli sér að sýna þetta, þeir ætla sér þá greinilega að fara hljótt með það…
Útsending hefst kl. 3 eftir miðnætti og stendur til kl. 6, og verður staðurinn opinn það lengi.
Er það ekki alveg málið að fjölmenna á þetta?