Glæsilegt :) Gaman að sjá að þetta er að dreifast aðeins, maður var nú að æfa Tae Kwon Do einmitt í Björk með Bjössa sem þjálfara áður en maður fór yfir í BJJ, mikið af góðu fólki þarna og frábært að sjá þá taka upp BJJ. Vonandi að maðir geti æft með þeim einhvern tíman.
Vonandi að fólk fari ekki að detta í þann pakka að vera með svona gráðu-snobb og vilja bara læra frá fólki sem hefur belti (ekki það að neinn hérna var að því, en gæti séð hvernig þráðurinn færi kannski út í það). Allir á Íslandi byrjuðu á núlli fyrir ekki svo löngu síðan og lærðu basically af youtube til að byrja með, þannig það er endilega bara að styðja við bakið á öllum sem vilja bjóða upp á BJJ hjá sér þó þeir séu ekki með mikla reynslu.
P.S. ég veit ekkert hver er að kenna þarna þannig það má vel vera að þeir séu með fullt af reynslu og þetta smá-rant hjá mér var pointless :)