Einhverjir nemendur í Kvikmyndaskólanum gerðu nýlega 10 mínútna heimildarmynd um bardagaíþróttir á Íslandi. Að sjálfsögðu vantar heilmikið þarna inn en mér finnst þetta þó ágætt framtak hjá þeim og virðingarvert að einhverjir geri þó eitthvað í þessu. Væri bara gaman að sjá meira svona og þá ítarlegra. Ég var þó svolítið hissa á að sjá ekkert um júdó og hefði t.d. haft það þarna inni miklu frekar en karate, enda mín skoðun að júdó sé mun meira lifandi bardagaíþrótt en karate. Þó dauðinn hafi að vísu smá saman sigið inn í það með árunum ;)
En eflaust sýnist sitt hverjum með það hvaða bardagaíþróttir ættu að fá pláss þarna og hversu mikið.

En allavega hér er myndbandið:
http://www.youtube.com/watch?v=siM3GiegMq4