Ráfaði inn á nýja sportbarinn Bjarna Fel um daginn og spurði vertinn hvort að það væri einhver séns að þeir myndu sýna eitthvað MMA þar, og fékk þau svör að þeir myndu svo sannarlega gera það!
Þeir eru að sýna allt UFC efni sem verður á Stöð 2 Sport, auk alls þess MMA sem er á Eurosport og Extreme Channel, þ.e Cage Rage, Gladiator Challenge, Strikeforce, K-1 og hugsanlega K-1 MMA(þ.e Dreams).
Er búinn að kíkja á þá nokkrum sinnum síðan og þeir eru alveg að standa við það, ef eitthvað er á annað borð á dagskrá á stöðvunum þá er það á skjánum án þess að nokkur biðji um það. Gaurinn ætlar svo að meila á mig nákvæmari dagskrá fyrir næstu vikur sem ég get þá póstað í þessum þræði.
Bara svona að láta ykkur vita. Endilega styðjið við bakið á þessu framtaki og röltið á Bjarna Fel ef menn eru á annað borð í fílíngnum fyrir eitthvað bjórsull. Svo er þetta líka í göngufæri við Mjölni.