Það er fullt af litlum gaurum að keppa sem eru alveg sóðalega góðir, því miður virðast ameríkumenn vera alveg fastir í að hafa mestan áhuga á að horfa á tvo risa slá hvorn annan, burtséð frá hæfileikum þeirra.
En núna segirðu “Miklu minni en allir aðrir”, en það er keppt í þyngdarflokkum í öllu MMA. Þannig jú það er fullt af gaurum að keppa sem eru kannski minni en meðalmanneskja, en þeir keppa á móti fólki af sömu stærð (þyngd þ.e.a.s.).
UFC er með vigtarflokka niður í rúmlega 70kg, en svo er dótturfélagið þeirra, WEC, að sjá um vigtarflokka minni en það, held þeir séu með vigtaflokka alveg niður í -61kg. Svo eru keppnir í Japan líka sem eru með mikið af minni vigtarflokkum.