
Gunni breskur meistari í grappling
Gunnar var rétt í þessu að vinna til gullverðlauna í opna breska meistaramótinu í grappling (2008 GB Grappling Open National Championship) í -80kg flokki. Hann er þar með “breskur” meistari í grappling! Hann sigraði tvær glímur á stigum og tvær á RNC. Í úrslitum keppti hann við eitthvað vöðvatröll sem hann sagðist með engu móti skilja hvernig hefði náð vigt í -80. En Gunni dominataði alla glímuna og sigraði örugglega á stigum. Þetta gefur m.a. þátttökurétt á heimsmeistaramótinu (FILA World Grappling Championships) í Sviss 20. og 21. desember.