Þeir sem hafa fylgst eitthvað með MMA og þá helst UFC undanfarin ár hafa án efa tekið eftir Tapout töffurunum. Það er, frekar massaðir gaurar (“bloated”) með hökuskegg, nóg af tattúum og svo loks í níðþröngum Tapout bolum og með beanie húfu. Það fylgir líka oft útþandur brjóstkassi, hendur standandi vel út frá síðunni og ögrandi augnarráð (en þó ekki alltaf).

Ég hafði nú bara séð þessa tísku á netinu, í sjónvarpinu og svo í USA en núna loks í gær sá ég tvo unga menn í miðbæ Reykjavíkur sem gætu flokkast undir Tapout töffara miðað við ofangreinda lýsingu. Meira að segja girðingarmunstur í stöfunum á Tapout bolnum). Ég heyrði þá ekki tala þannig að ég veit ekki hvort þetta voru Íslendingar eða hugsanlega frændur Matt Hughes að túristast á Íslandi

Þetta vakti nú ansi mikla lukku hjá mér og gat ég ekki annað en brosað út í annað þegar þeir gengu fram hjá mér. Hefur alltaf fundist þessi tíska frekar skondin.

Er þessi tíska loksins komin til Íslands eða er hún kannski löngu komin og ég svona mikið eftir á? Hvað finnst mönnum um þessi föt? Tap out og Affliction er oft kennt við pósera og aðra “sem æfa ekki” en vilja samt líta út eins og þeir séu “in the game”. Eða bara vera ógnvekjandi.

Hvað finnst mönnum “sem æfa” hér á Íslandi um þetta? Mynduð þið eða klæðist þið svona fötum þegar þið farið út úr húsi? Eru þetta kannski bara fordómar í þeim sem þetta skrifar?




P.S. Get kannski sjálfur ekki sagt mikið þar sem að ég hef ekkert æft á bráðum ár en á móti kemur að ég klæðist ekki Tapout, Affliction né öðrum þröngum klæðnaði…
I don´t have to be careful, I have a gun.